Monday, April 11, 2005

{ég hlýt að hafa sofið í gegnum fyrsta hluta sýningarinnar. En þegar maður sefur yfir sig verður maður bara að taka þátt í restinni af deginum af enn meiri krafti.}

Fór á þröng sýn í gær, það var frumsýning og útgáfupartí. Þessir piltar kunna altént að halda upp á daginn, og það kom margt athyglisvert út úr þessu. Ég hvet hvern sem er til þess að sjá myndina, hún er mjög falleg og athyglisverð, virkar vel á skynfærin. Þó að söguþráðurinn sé kannski ekki mjög augljós, sérstaklega þar sem hundruðir manna komu að teikningunum og ekki allir voru kannski neitt sérlega vandvirkir. ég hélt þeir væru að grínast með þetta fyrst þegar þeir nefndu hugmyndina, að láta einhverja hundruðir menntaskólanema teikna myndina.

eins og kvikmyndagerðarmönnum einum er lagið, þá hrinda þeir hlutunum í framkvæmd.
sem er nokkurnveginn það eina sem einhverju máli skiptir, að láta verkin tala.
talk is cheap.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

BLOGGAÐU MAR!

9:41 PM  

Post a Comment

<< Home