Friday, April 22, 2005

eltingarleikurinn við vindhviðurnar

það sem skiptir máli er ekki hvort þú færð það sem þú vilt, heldur hvort þú viljir eitthvað með það sem þú færð.

þessvegna, þegar þú biður til guðs, þá skaltu passa þig á hvað þú biður um.

ég fór að sjá myndina um Peter Sellers í vikunni. (þeir sem ætla að sjá hana, og vilja ekki láta skemma hana fyrir sér skulu ekki lesa lengra).
Allavegna, Peter Sellers, virtist vera maður sem réð ekki alveg við sig á frægð og frami heljarreiðinni. Mér fannst skemmtilegt raunveruleikasjokk, þegar hann segir eiginkonu sinni og tveim börnum frá því að hann sé ástfanginn af Sophíu Loren (sem hafði engan áhuga á móti).
"viltu þá skilnað"
"ég hafði bara ekkert hugsað út í það"

Eftir það versnar bara og versnar hjá goðinu, hann eltist við innantóman reyk, lendir í kókaínínu, osfrv.
Þetta var miklu betri mynd en ég hafði nokkurn grun um.
En það virkar einsog það sé eitthvað í meira lagi að í þessum gerviglamúrheimi sem við höfum skapað okkur til dýrkunar.
Ég veit ekki hvort þetta er sér neysluvestrænt, eða kannski bara sammannlegt.
En niðurstaðan á myndinni er einhvernveginn þannig, að peter hafi bara einfaldlega verið of mikið nörd til að taka þátt í vitleysunni. Hans akkilesarhæll, var að sjálfsögðu fallegar konur. Manni finnst fyrst eins og Brett Ekland eigi að vera algerlega heilalaus, en eftir því sem persónuleiki hennar dýpkar, verður ljóst að sellers hafði aldrei neinn áhuga á honum til að byrja með.

Auðvitað er gott að hafa einhver markmið til að stefna að. Ég veit ekki hvort bílskúrshljómsveitir myndu nenna að halda 100 gigg á grandrokk eða eitthvað ef þeir ætluðu sér ekki eitthvað meira seinnameir. Svo það kemur auðvitað alltaf eitthvað gott út úr þessu. Ferðin sem aldrei var farin.
En gerið eitt fyrir mig. Ekki fórna raunverulegum möguleikum fyrir draumsýnir. Draumsýnir eru innantómar hillingar, en raunveruleikinn er óendanlega óræður og heillandi.
Ég verð ykkur ævinlega þakklátur, ef þið getið hugsað aðeins um þetta fyrir mig.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home