Tuesday, March 08, 2005

Líkn, TONLEIKAR!


Kæru vinir.
Hin ótrúlega hljómsveit Líkn, sem spilar melódískt rokk (sem biggi segir að sé næstumgotneskt hippasýrurokk, en ég vil ekki viðurkenna það) með vænum skammti af geðrænum stemmningsdjassi (ath. hljóðdæmi á http://nemar.lhi.is/~hallvardura/ ) hefur risið upp á afturlappirnar eftir að hafa legið í værum fráhvarfseinkennum, sem stundum kallast cold turkey, en er engu að síður okkar leið til að hlaða batteríin. Skepnan hefur gengið í svefni við upptökur, meðan 'führer' hennar, Hallvarður, hefur verið að sjúga blóð úr litlum sígaunum. Endurnærður af nýju blóði, hefur dýrið tættan hnefann til himins.
Þ.e. við erum að spila í Stúdentakjallaranum næsta föstudag, þann tólfta mars, ballið byrjar klukkan 23:00, og mun halda áfram þar til áfengisdauði skilur okkur sundur. Það er hlægilegt miðaverð, 500kr. við innganginn, allir eru velkomnir, ég myndi gjarnan vilja sjá framan í ykkur.
Sumarást, hamingja, osfrv.
Yðar einlægur þjónn,
Hallvarður

0 Comments:

Post a Comment

<< Home