New York City Blues
Það var fínt í NY. ég skemmti mér við að sofa á gólfinu heima hjá Adam. Hann var með hús á 3 hæðum, með fullt af leigjendum, sem voru allir eitthvað að grúska í tónlist. Þeir voru líka allir miklir hausar. Svo the love of Jah var látin ganga. Tímamismunurinn var örlítið vandamál, en þar sem maður fær aukna orku við að fara til útlanda, truflaði það mig ekki mikið. Við Gestur eyddum fyrstu dögunum í að labba um stræti Manhattan. Við löbbuðum tíu tíma á dag. Síðan hófust giggin. Við byrjuðum að spila á svokölluðu 'loft' hjá Bubblecore records. Okkur var nú sagt að þetta væru miklir New York hipsterar. En það merkilega skeði, að fólkið virtist aðeins slaka á, og droppa kúlinu aðeins ögn er við vorum komin í smá búlgarska sveiflu. Partístemmningin var því alls ráðandi, og strákarnir hjá labelnum voru bara hissa, sögðu að venjulega skeðu hlutirnir ekki svona hratt. Auðvitað er músíkin ekki 'authentic', þannig ég held að það hafi ekkert allir gert sér grein fyrir að þetta væru búlgörsk lög. Þetta er jú meiri popp og rokk nálgun, á þetta efni. En þarna virtust sameinast metalhausar um black sabbath áhrifin í ballöðunum (tilvitnun í Rob úr Dimond Knights) og aðrir hausar um dansstemmninguna. Eftir viðeigandi sukk var keyrt á rót og næstu tónleika daginn eftir. Ég var reyndar þreyttur, enda tókum við snjóinn með okkur frá íslandi. En það var í ultraunderground stað á Manhattan, sem leit út eins og Nýlistasafnið. Þar inni var kalt, og klósettin voru einungis varin með plastpokatjöldum. En þangað komu samt 400 manns. Við áttum nokkuð ágætan en þó ekki gallalausan konsert. Eftir rót og annað rugl var skellt í konsertinn á föstudeginum á Bowery's Ballroom. Því miður lenti ég í nokkrum tæknilegum örðugleikum, þar eð það var eithvað sambandsleysi í fuzzpedal sem ég fékk lánaðan, en það var að duga eða drepast, og ég efast um að nokkur hafi tekið eftir því svosem. En ég var semsagt ekkert að fíla mig neitt sérstaklega.
En eftirá var þetta fínt. Ég eyddi laugardeginum í að skoða myndverkið í Central Park, þar sem garðinum hafði verið pakkað inn, og fór og skoðaði Dakota, þar sem Lennon bjó, og hornið þar sem hann var skotinn. Yoko býr þar enn.
Við rótuðum og fórum heim, ég fékk fyrsta eiginlega dauða tímann í ferðinni. Ég var búinn að sofa svona 6-7 tíma á dag, í viku, á hörðu viðargólfi.
Ég kom heim í gærmorgunn algerlega gegnum þreyttur og svaf mestallan daginn og nóttina líka.
Mér fannst gaman úti, og mér finnst margt skemmtilegra heldur en hérna heima.
Mér finnst satt að segja ekkert voðalega gaman, að koma heim aftur í skammdegisþunglyndið. Þessi vetur hjá mér, hefur farið að mestu leyti í að leysa gamla lausa hnúta. Það voru samt ljósir punktar, einsog það þegar Tristan fæddist. Ég get ekki sagt að það sé beinlínis slæmt að hann hafi fæðst, þó að það setji okkur í undarlega aðstöðu. Hlutirnir fóru einsog þeir fóru, og ég veit ekki hvort ég hefði getað gert neitt í raun og veru til að afstýra þeim. Það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis. Tristan er það eina í lífi mínu eins og er, sem getur fært mér einhverja ánægju. ég get unnið, og haft gaman af því, en það er ekki nóg.
Eina leiðin út núna, er annað hvort í gegnum fíkniefni eða geðlyf.
Hm... ég verð að sofa á þessu, hugsa málið.
En eftirá var þetta fínt. Ég eyddi laugardeginum í að skoða myndverkið í Central Park, þar sem garðinum hafði verið pakkað inn, og fór og skoðaði Dakota, þar sem Lennon bjó, og hornið þar sem hann var skotinn. Yoko býr þar enn.
Við rótuðum og fórum heim, ég fékk fyrsta eiginlega dauða tímann í ferðinni. Ég var búinn að sofa svona 6-7 tíma á dag, í viku, á hörðu viðargólfi.
Ég kom heim í gærmorgunn algerlega gegnum þreyttur og svaf mestallan daginn og nóttina líka.
Mér fannst gaman úti, og mér finnst margt skemmtilegra heldur en hérna heima.
Mér finnst satt að segja ekkert voðalega gaman, að koma heim aftur í skammdegisþunglyndið. Þessi vetur hjá mér, hefur farið að mestu leyti í að leysa gamla lausa hnúta. Það voru samt ljósir punktar, einsog það þegar Tristan fæddist. Ég get ekki sagt að það sé beinlínis slæmt að hann hafi fæðst, þó að það setji okkur í undarlega aðstöðu. Hlutirnir fóru einsog þeir fóru, og ég veit ekki hvort ég hefði getað gert neitt í raun og veru til að afstýra þeim. Það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis. Tristan er það eina í lífi mínu eins og er, sem getur fært mér einhverja ánægju. ég get unnið, og haft gaman af því, en það er ekki nóg.
Eina leiðin út núna, er annað hvort í gegnum fíkniefni eða geðlyf.
Hm... ég verð að sofa á þessu, hugsa málið.
2 Comments:
fíkniefni eða geðlyf? - færðu ekki heilmikið kikk út úr því að kukka? það er reyndar bara einu sinni á dag :(
Besta vörnin gegn þunglyndinu er annars örugglega bara að flakka á netinu! það eru alltaf nýjar síður til að skoða...
já, ég fíla netið, netið er gott sjitt. jú kúka virkar fínt, nokkuð satisfying. the tub therapy virkar alltaf líka. ókei, við prófum þetta með tristan í sumar. gerum tilraunir.
Post a Comment
<< Home