Friday, May 06, 2005

meðvirkni

í dag er svolítið merkilegur dagur, því ég hef fengið að vita hvað hið dularfulla orð 'meðvirkni' þýðir. Jú, ég hef heyrt á það minnst af sálfræðingum í gegnum tíðina að ég væri haldinn þessu ástandi. En ég vissi ekki fyrr en núna hversu djúpt þetta ristir. meðvirkt fólk, er fólk sem er sífellt að láta áreiti frá öðru fólki umhverfinu trufla sig, alltaf að reyna að þóknast einhverjum. í tilfelli þar sem alkahólismi er, þá gengur allt út á að tipla á tánum í kringum eina persónu. en alkahólisminn er undarlegur sjúkdómur, og getur unnið í gegnum marga ættliði. Þannig ef að það er alkahólismi í fjölskyldunni er meðvirknin í gangi, og allt umhverfið litast af því.
Ég hef annars verið að vinna í sjálfum mér í gegnum 12spora prógrammið undanfarið, í fyrsta sinn á ævinni. Ég hefði aldrei gefið því séns, nema út af því að það eru til samtök sem heita EA. Þau vinna út frá sama prógrammi og alkahólistar gera, nema það að það eru tilfinningaleg vandamál, sem liggja til grundvallar. Manni finnst kannski seint að vera að uppgötva alla þessa hluti núna, en það er þó miklu skárra heldur en að uppgötva þá ennþá seinna. Ég hef verið í viðtölum hjá sálfræðingum áður í lengri tíma, en það hefur aldrei haft neina virkni á mig. Svo það er ótrúlegur léttir að finna loksins eitthvað sem að hefur eitthvað að segja með hvernig manni líður. Í rauninni er það alveg frábært.
Ég hef upplifað seinustu mánuði einsog að fá nýtt stýrikerfi í heilann á mér. Það eru fullt af hlutum sem ég hef aldrei áður vitað að þyrftu ekki að vera vandamál, eins og samskipti við fólk. En það er ennþá langt í land. Það sem er athyglisverðast við þetta allt saman er að ég hef aldrei farið í rætur vandans áður. Í stað þess hefur maður endasenst öfganna á milli, hvort sem það eru sálfræðingar og sértrúarsöfnuðir, eða öðrum jaðarhópum fólks, ástarsambönd falla líka í þennan flokk, þegar maður fer í þau eingöngu til þess að flýja. En það er enginn sem heldur á lyklinum að lausninni. Hún liggur eingöngu innra með manni sjálfum.

Ástæðan fyrir því að ég geri þetta núna er einna helst sú, að ég er á stað í lífinu, þar sem eru engir öfgar eftir til þess að leita í. Maður er einfaldlega nokkurn veginn búinn að taka allan pakkann.
Annars heyrir maður í fólki tala um það að fara á fundi osfrv. sem einhverja sjálfsvorkunn, en sjálfsvorkunnin felst einmitt í því gagnstæða, það er einmitt að sitja heima og hugsa um vandamál, sem maður getur ekki leyst sjálfur, og gera ekkert í málunum.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Frábær grein!

Og til hamingju barasta.
Ég hef nú engu við þetta að bæta, þetta er allt svo rétt sem þú skrifaðir.
Þetta er nottla eilífðarverkefni, en hversu æðislegt er það!! Hver vill ekki eyða ævinni í það að vinna, einn dag í einu, að því að verða betir manneskja og líða betur og betur. Og það á heilbrigðan hátt.

Gleði gleði :)

kveðja, Auður

12:10 PM  

Post a Comment

<< Home