fæðingin
jæja, ég ætlaði að segja frá því hvernig fæðingin gekk. heiða lét mig vita á jóladag að allt væri komið á skrið. ég auðvitað spenntist allur og ætlaði að fara upp á deild en svo hringdi hún aftur, og hríðirnar höfðu dottið niður. en síðan fór ég í popppunkt til auðar og gogga. það var stuð. nú síðan heyrði ég ekkert í henni daginn eftir en mér skilst að það hafi verið mikill hríðadagur. ég náttúrulega fór í fjölskylduboð og í partí til jarþrúðar og var í rosa stuði og svona. maður verður nú að mæta, ekki satt? en svo daginn eftir vakna ég í alveg rosa stuði ennþá, og þá er bara allt komið í gang. ég dríf mig upp á fæðingardeild með myndavélina. þar er rosa pakki í gangi, og það er ekki fyrr en heiða fékk smá deyfingu að við gátum aðeins náð áttum. en þetta var semsagt ekki auðveld fæðing. við biðum og biðum, rembdumst og rembdumst,og á miðnætti eftir mikið maus var ákveðið að taka með keisaraskurði. þetta var einfaldlega of stór strákur, og heiða var orðin dauðþreytt eftir 3ja daga hríðir, og var fegin að fara að ljúka þessu. það var farið inn á skurðstofu, og satt að segja skil ég ekki hvernig hún gat tekið þessu með eins mikilli rósembd og hún gerði. en þetta var ást við fyrstu sýn þegar drengurinn birtist alblóðugur, blár, slímugur og æpandi! það var furðulegt, því ég hafði ekki fundið tengslin meðan á meðgöngu stóð, en það braust allt út á einu bretti. nú, ævintýrið var ekki búið fyrir heiðu, því að hún varð að fara inn á gjörgæslu, þvert á það sem henni hafði verið lofað, að fá að fara aftur inn í fæðingarstofuna til að vera hjá syninum. en hún hafði misst mikið blóð, og því varð að grípa til þessa ráðs. þar dvaldi hún milli heims og helju yfir nóttina, og mér fannst nú frekar kuldalegt að skilja hana þarna eftir á skurðarborðinu, en einhver varð að vera til að huga að drengnum. og það má sjá á myndaseríunni...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home