Jan Saudek fæddist í Prag 1935. Hann lærði í The School of Industrial Photography í Prag. Hann vann sem ljósmyndari fyrir ýmis fyrirtæki í Prag þar til 1980, þegar hann gerðist sjálfstætt starfandi. Saudek er ættaður af gyðingum, og var þessvegna settur í fangabúðir fyrir börn á tímum Nasista hersetunnar í Tékklandi, ásamt tvíburabróður sínum, Karel.
Þessi hræðilega lífsreynsla setur svip sinn á verk hans. Það sem hann kallar, leikhús ljósmyndarinnar, þá beinir hann sjónum sínum að grundvallarfjölskyldusamböndum. Hann lýsir upplifunum æskunnar sem hræðilegum vofum, og verk hans virðast leit að tilfinningalegri útrás.

Myndin Fate Descends towards the River Leading Two Innocent Children, frá 1970, er lýsing á ástandi, frekar en eiginleg skrásetning. Það má sjá að nokkuð hefur verið átt við myndina, hún lítur út fyrir að vera fyrst tekin í svarthvítu og síðan handmáluð. Áhrifin sem kvikna, má túlka nokkuð út frá titlinum. Minnst er á örlögin, og veldur það manni áhyggjum, hve drungalegt er yfir myndinni. Manneskjan í myndinni miðri virðist vera á leið inn í einskinsmannsland, byggð sem virðist vera algert eyðiland. Það er græn þoka í bakgrunninum, og geysiháir rafstaurar gnæfa yfir að þvi er virðist tómar byggingar. Meginlínan í myndinni er því nokkurnvegin lárétt. Byggðin sem sést er í móðu, og læðist að manni sú tilfinning að verið sé að ganga með börnin í ánna, beint í flas dauðans.
Litirnir eru skærir, en gráminn er þó udnirliggjandi höfuðtónn.
Sjónarhorn er í línu við mydnefnið.
Þetta er sviðsett mynd, tekin í myglulegum borgarhluta.
Tilhugsunin um að Jan Saudek og tvíburabróðir hans hafi verið í fangabúðum nasista, getur náttúrulega ekki verið mjög langt undan. Örlögin dregur saklaus börnin í kaldranalega óvissu, öryggisleysi, jafnvel dauða. Örlögin fara ekki í manngreiningarálit, og miskunnarleysi þeirra er algert.
Stemmningin er því nokkuð kuldaleg, og jafnvel ógeðfelld. Fegurð og sakleysi barnanna, og goðsagnakennd birtingarmynd örlaganna, sem stúlku klædda í hvítan kufl, sem er telft á móti niðurníddu umhverfinu, og veginum sem virðist ekki leiða neitt.
Jan notar andstæðurnar til að tjá hug sinn á áhrifamikinn hátt. Hann er ekkert að skafa utan af hlutunum, enda enginn tilgangur í því. Það er það sem gerir hann að þeim lífskrafti sem hann er. Jan stendur sér á parti í ljósmyndalistinni, ásamt sérvitringum eins og Nan Golding, sem snúa ljótleika í fegurð, og öfugt. Þau tjá hrátt lífið, án allrar óþarfa glamúríseringar. Lífið er nefninlega svo hræðilega fallegt.