Monday, May 23, 2005

BruniBB

Hin yndislega hljómsveit Bruni BB, var rifjuð upp í viðtali á Stöð 2 í kvöld, þar sem Eva María tók fyrir gjörning hennar frá ca. 1980. Ég vissi að Eva María væri pönkari, samt kemur það manni á óvart að það sé fjallað um slíkan neðanjarðar atburð, og sérstaklega svo löngu seinna. Það er líklega einna helst kvikmyndinni Rokk í Reykjavík að þakka, og upptökunni af þessum atburði að fólk man ennþá eftir þessu. Ég man sjálfur þegar ég var í menntaskóla að ég fór með félögunum á óklippta útgáfu af þessari mynd, og fylltist viðbjóði af þessari uppákomu. Það var einna helst þá að Ómar, sem var nakin, sýndist mér vera að skera af sér typpið. Ég veit það ekki, kannski sýnir þetta hvað maður er sjúk mannvera. Það er nefninlega oft tilfellið með slíka gjörninga, að það er ímyndunarafl okkar, sem á stærsta performansinn. Þarna er verið að ýja að ýmsum hryllingi, án þess að hann sé beinlínis sýndur. Jú, vissulega var hænunum slátrað, en er það ekki hversdagslegur atburður í sveitinni?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home